Í Reykjavík eru lundabúðirnar legíó.
Maður ekur um landið og þar eru minjagripaverslanir sem líka selja tuskudýr, aðallega lunda og lömb.
En lundarnir og lömbin eru framleidd í útlöndum. Lömbin líta ekki út eins og íslensk lömb. Nei, þau eru allt öðruvísi. Hafa ekki þennan íslenska sauðasvip.
Nú er túristatíminn að verða búinn. Það er mikið talað um íslenska hönnun. Nú ætti að vera tími til að hefja framleiðslu á íslenskum lömbum og íslenskum lunda til að selja í ferðamannabúðunum næsta sumar. Og það mætti jafnvel auka fjölbreytnina og framleiða íslenskan hund og íslenskan ref – og svo eru ýmsar fuglategundir sem koma til greina.
Lóan?