Lesandi síðunnar sendi þessar línur:
— — —
Hverjir lögðu fram frumvarpið um lögin sem banna gjaldeyrislán á sínum tíma?
Hér kemur fram að flutningsmaður frumvarpsins 2001 var þáverandi vidskiptaráðherra, Valgerdur Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. http://www.althingi.is//dba-bin/ferill.pl?ltg=126&mnr=566
Hvaða þingnefndir fjölluðu um málið og hverjir voru í þessum þingnefndum?
Nefndarmenn efnahags- og viðskiptanefndar (sem hljóta að hafa sett sig vel inn í málið og fjallað um það!) voru, aðalmenn: Einar K. Guðfinnsson (S), Gunnar Birgisson (S), Hjálmar Árnason (F), Jóhanna Sigurðardóttir (Sf), Kristinn H. Gunnarsson ( F) varaform., Margrét Frímannsdóttir (Sf), Sigríður A. Þórðardóttir (S), Vilhjálmur Egilsson (S) form. og Ögmundur Jónasson (Vg) http://www.althingi.is/dba-bin/nefnm.pl?nemenu=1&nefnd1=ev<hing1=126
Hér könnumst við við tvö nöfn fólks í núverandi stjórnarflokkum og einn úr stjórnarandstöðu sem hefðu átt að vita allt um þessi lög og getað svarað öllu um vafamál vegna þeirra. Hvers vegna hafa þau ekki tekið til máls? Þau hefðu átt að þekkja vel merkingu laganna sem þau ræddu fram og tilbaka í nefndinni.
Það er líka forvitnilegt að sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=25622 Vonandi höfðu þeir sem samþykktu lögin, þekkt um hvað þau snerust!
Af hverju sagði þetta fólk ekki neitt í 9 ár?