fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Hinn eitraði vaxtamunur

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. ágúst 2010 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hefði þurft að hækka vexti á Íslandi fyrr og meira til að koma í veg fyrir þensluna sem reið hér öllu á slig. Þetta er hin hefðbundna hagfræðiskýring – og nokkuð í anda þeirrar afstöðu sem Seðlabankinn hefur haft síðasta áratug.

En á þessu eru miklir annmarkar. Við erum ekki alveg búin að gleyma árunum fyrir hrun. Þá voru vextir Seðlabankans í raun hættir að virka. Þeir voru frekar eins og olía á eld, vegna þess að í skjóli vaxtamunar streymdi fjármagn til landsins þannig að enginn hafði í raun stjórn á neinu lengur.

Seðlabankinn hafði sitt verðbólgumarkmið, átti að sjá til þess að verðbólgan væri ekki meiri en 2,5 prósent. Það mistókst eiginlega alltaf – en eins og bent var á þegar þetta stóð yfir var bankinn í raun farinn að starfa samkvæmt gengismarkmiði. Það var ekki hægt að lækka vextina, því þá var hætta á að gengið lækkaði líka – og þar með gat botninn dottið úr hagkerfinu.

Litla ríkinu með sjálfstæða gjaldmiðilinn var ekki stætt á að hafa svo mikinn vaxtamun milli sín og nágrannalandanna. Það var uppskrift að ógæfu. Krónan var alltof hátt skráð, Íslendingar fóru á eyðslufyllerí, lánsfé streymdi óheft inn, útlendingar stóðu í stórfelldri spákaupmennsku með íslensku krónuna – vaxtamunurinn var boð sem þeir gátu ekki staðist. Hér á Íslandi var látið eins og þetta væri góðæri.

Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og verkfræðingur, fjallaði um þetta snemma árs 2008, meðal annars í Silfri Egils. Hann hafði löngu áður skrifað skýrslu við annan mann þar sem hann varaði við peningamálastefnu Seðlabankans. Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi hafði líka varað við þessu í skýrslu sem hann samdi um íslenska hagkerfið árið 2001, en henni var stungið undir stól.

Jón Helgi skrifaði á bloggi sínu í mars 2008:

Með hávaxtastefnu sinni hefur Seðlabankinn bruggað hættulegan mjöð, m.a. sterkari krónu en stenst miðað við undirliggjandi atvinnulíf. Landslýður hefur síðan drukkið mjöðinn ótæpilega undanfarin ár enda mjög freistandi. Mikill vaxtamunur og sí-sterkari króna hefur hvatt til lántöku í erlendri mynt og sterk króna eykur jú kaupmátt á sama tíma og grundvöllur útflutningsgreina og nýsköpunar hefur versnað. Seðlabankinn þrjóskast enn við og leggst gegn því að bruggaður sé nýr mjöður með því að lækka vexti. Lækkun vaxta getur þýtt veikari krónu, allavega til að byrja með. Kosturinn við slíkan mjöð er hins vegar að hann tryggir betur að landinn haldist edrú og skilyrði útflutningsgreina og nýsköpunarverkefna batna.

Nú höfum við gjaldeyrishöft sem eru ekki á leiðinni burt og þá er þetta ekki vandamál. Íslenska hagkerfið nýtur líka einskis trausts. En ef við ætlum að halda krónunni í kerfi frjálsra fjármagnsflutninga þá er þetta staða sem ekki má endurtaka sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti