fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Speglasalur

Egill Helgason
Laugardaginn 14. ágúst 2010 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson skrifar grein í Moggann í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að sökum þess að hann og Ragnar Arnalds séu ekki lengur ósammála um herinn og Nató eigi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir að geta unnið saman í ríkisstjórn. Nú eru þeir samherjar.

Það er ákveðin hugmyndakreppa í stjórnmálum og Íslandi í dag. Þetta virkar dálítið eins og speglasalur. Maður veit ekki lengur hvað er hvað. Það má líklega segja að mestöll pólitísk viðmið hafi færst skarpt til vinstri.

Eiga Sjálfstæðisflokkur og VG samleið vegna þess að stór hluti flokksmanna er á móti ESB – en hvað þá með grundvallaratriði eins og til dæmis einkarekstur og ríkisrekstur, ráðstöfun og eignarhald á auðlindum, skattkerfið og fleira sem lengi hefur ákvarðað hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum?

Það má auðvitað draga allar átakalínur í gegnum ESB, – og greinilegt að mörgum þykir það þægilegt – en þá eru menn að útiloka stór álitamál sem eru ekkert að hverfa.

Þetta er reyndar gamall draumur hjá sumum Sjálfstæðismönnum að vinna með flokknum lengst til vinstri og útiloka krata. Þetta hefur ekki orðið að veruleika nema einu sinni, í Nýsköpunarstjórninni 1944, þá fékk Alþýðuflokkurinn reyndar að fljóta með. Þetta var í stríðslok og það var síður en svo einsdæmi í heiminum að kommar ynnu með borgaralegum flokkum.

Annars hefur þetta aðallega verið draumur sem skýtur stundum upp kollinum á síðum Morgunblaðsins.

Ég hef talað við aðra Sjálfstæðismenn sem segja eðlilegast að flokkurinn reyni aftur að vinna með Samfylkingu – enda telja þeir að í stjórn með VG yrði sífelldur ófriður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?