fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Obama blandar sér í deilur um mosku

Egill Helgason
Laugardaginn 14. ágúst 2010 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack Obama ætlar að styðja ákvörðun um að byggja íslamska menningarmiðstöð og mosku nálægt staðnum þar sem World Trade Center stóð í New York. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur líka veitt málinu stuðning.

Byggingin verður nokkur hundruð metra frá því sem er kallað ground zero og verður reist að frumkvæði samtaka sem nefnast Cordoba-átakið, en þau vilja bæta samskipti Vesturlanda og múslimaríkja.

Froðufellandi hægrimenn eins og Newt Gingrich og Sarah Palin eru á móti þessu. Gingrich segir að þarna sé dæmi um íslamska sigurgleði, en Palin segir að þetta sé „rýtingsstunga í hjörtu fjölskylda þeirra“ sem fóru í árásinni á Tvíburaturnana.

Tugir múslima létu lífið í árásinni 11. september 2001 – og þá er ekki átt við hina afvegaleiddu hryðjuverkamenn sem flugu flugvélunum inn í turnana.

Obama sýnir heilindi og kjark með yfirlýsingu sinni og segir að það ríki trúfrelsi í Bandaríkjunum og að málstaður Al Quaeda sé ekki íslam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?