fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Ferðapunktar

Egill Helgason
Föstudaginn 13. ágúst 2010 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir punktar eftir að hafa ekið um Ísland síðustu daga:

Náttúran er stórbrotin – mér hefur aldrei virst landið jafn fagurt – og ferðalagið var mjög skemmtilegt, það er mikið um ferðamenn og yfirleitt sýnist manni að hafi orðið framfarir í ferðaþjónustunni. Það er frábært að koma á staði eins og Sænautasel, Hvalasafnið á Húsavík, Humarhöfnina á Höfn og Þórbergssetrið á Hala.

En vegasjoppurnar eru margar hverjar ömurlegar. Sjoppur tvær sem við komum í á Suðurlandi í dag voru svo ógeðslegar að við urðum frá að hverfa. Steikarlyktin í annarri var svo megn að hún loddi við fötin löngu eftir að maður var komin út; uppi á borði stóð til málamynda pottur með kjötsúpu, en annars var þetta bara fita, bras og bræla.

Maður kemur á alltof marga staði úti á landi þar sem maður sér engin merki um matvælaframleiðslu í héraði. Allt kemur frá Reykjavík. Það er ekki nóg að vera bara með átak á netinu eins og Beint frá býli – ef matur sveitanna og sjávarbyggðanna er ekki sýnilegur fyrir ferðamenn.

Vegamerkingum er sérlega ábótavant. Það þarf að merkja betur staði við vegina sem hafa gildi vegna náttúrufars eða sögu.

Og verðlagið er sums staðar brjálæðislegt, sérstaklega á ferðamannastöðunum þar sem mest er af útlendingum. Til dæmis mættu þeir við Mývatn aðeins hugsa sinn gang hvað varðar verð á mat og þjónustu. Það er ekki alveg forsvaranlegt að rýja gesti sína inn að skyrtunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?