Hákon Aðalsteinsson bauðst einu sinni til að fara með mig upp að Kárahnjúkum. Það var rétt þegar framkvæmdirnar voru að hefjast – ég var eitthvað að flýta mér, sem var náttúrlega tóm vitleysa, og mátti ekki vera að því.
Það hefði verið lífsreynsla að fara með Hákoni þarna inneftir.
Ég kom svo ekki að Kárahnjúkavirkjun í gær – ók þangað frá Skriðuklaustri, herrasetri Gunnars Gunnarssonar.
Hefði viljað vera á betri bíl svo ég hefði getað farið á Eyjabakka líka – það er svæðið sem fyrst var deilt um í tengslum við virkjanaframkvæmdir eystra.
Hvað sem verður sagt um sögu þessara framkvæmda, gagnsemi þeirra og náttúruspjöll – þá eru þetta óneitanlega mikilfengleg mannvirki.