„Það þyrfti að skoða nákvæmlega hverjir standa á bakvið þetta fyrirtæki, hvort það sé ekki gamli REI-hópurinn og Geysir Green-mennirnir og fleiri,“ segir Atli Gíslason þingmaður um Magma Energy.
Nú væri athyglisvert að vita hvort Atli hefur eitthvað fyrir sér í þessu – eða hvort þetta eru bara getgátur.
Talandi um Magma. Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson skrifar um nýtingartímann á orkulindum og hvernig hann var ákveðinn í lögum sem voru sett á Alþingi fyrir fáum árum. Ketill telur líklegt að enginn annar en Hannes Smárason hafi beitt sér til að nýtingartími yrði svo langur.