fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Veðurpistill

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. júlí 2010 23:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem maður upplifir er alveg nýtt loftslag á Íslandi, a.m.k. hér suðvestanlands.

Þetta var ekki svona þegar ég var að alast upp. Þá voru aðallega tvær tegundir af veðri á sumrin. Rigning og sólrik en köld norðanátt.

Vorin byrjuðu seint – ég man eftir sköflum fram í júní.

Móðir mín segir að veðrið á Íslandi hafi verið þessu líkt þegar hún kom fyrst til Íslands 1938.

Svo kom kuldaskeið – það var verst á árunum frá 1970 til 1990.

Veðrið er sérlega hlýtt og milt þessa sumardaga. Loftið er einhvern veginn öðruvísi en á kuldaárunum, ekki svona glært. Í kvöld sat fólk fyrir utan veitingahúsin á Austurvelli fram yfir klukkan tíu – hvert borð var skipað.

Þetta hefði verið óhugsandi í eina tíð, ekki bara vegna þess að það var of kalt heldur líka vegna þess að svona mátti ekki. Það mátti eiginlega ekki neitt. Einu útiveitingastaðirnir voru sjoppur og það kom ekki til af góðu; um tíma var bannað að hafa sjoppur innandyra, það varð að afgreiða úr þeim gegnum lúgu.

Nú hafa menn uppgötvað sem þeir föttuðu ekki áður að Austurvöllur er torg – hið fallegasta og skjólsælasta í bænum. Stundum hefur Pósthússtræti verið lokað fyrir bílaumferð og nú er líka farið að loka Austurstrætinu. Það er algjörlega til bóta – og eiginlega engin ástæða til að hleypa bílum þangað framar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu