Spánn kann að vera í efnahagskreppu en Spánverjar eru að sanna sig sem ein mesta íþróttaþjóð í heimi.
Spænska fótboltalandsliðið vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn um daginn.
Rafael Nadal vann Wimbledonmótið í tennis í annað skipti.
Fernando Alonso vann þýska Grand Prix kappaksturinn.
Og svo sigraði Spánverjinn Alberto Contador í mestu hjólreiðakeppni heims, Tour de France.