fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Safn um Gúlagið

Egill Helgason
Föstudaginn 23. júlí 2010 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gúlagsafnið í Moskvu lætur ekki mikið yfir sér. Maður gengur inn í port við Petrovkagötu. Þar er gaddavír og varðturn sem minna á þessar alræmdu þrælkunarbúðir og uppi hanga myndir af mönnum sem létu lifið í ofsóknum: Tukashevski hershöfðingja, leikhúsmanninum Mayerholdt, leikaranum Mikhoels og Búkharín sem eitt sinn var sagður eftirlæti flokksins.

Safnið er ekki vel kynnt meðal Rússa, það er heldur ekki stórt, nokkur herbergi á tveimur hæðum – það eru aðallega ferðamenn sem sækja það. Safnverðirnir eru gamlar konur sem eru tilbúnar að segja frá, konan sem fylgir okkur um safnið talar blöndu af ensku og þýsku. Sjálf dvaldi hún í Gúlaginu.

Það er heldur ekki mikið fjölmenni þarna, meðan við erum þarna erum við einu gestirnir.

Þarna eru kort, gamlir búningar fanga, áhöld úr fangabúðunum, ljósmyndir af föngum, fangavörðum og fangabúðastjórum – mögnuðust eru þó listaverk sem hafa verið máluð eða teiknuð af föngum úr Gúlaginu.

IMG_2114

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu