fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Lagatækni eða almennar reglur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. júlí 2010 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilegt að Magmamálið er farið að vekja mikinn titring innan Vinstri grænna.

Einn helsti liðsmaður ríkisstjórnarinnar í flokknum, Árni Þór Sigurðsson, segir að rifta eigi Magmasamningnum ef kemur í ljós að hann stenst ekki lög.

Það er hins vegar fátt sem bendir til þess að stofnun skúffufyrirtækis í Svíþjóð sé lögbrot.

Ross Beaty, forstjóri Magma, hefur nokkuð til síns máls þegar hann spyr hvort fólk vilji frekar fyrirtæki frá Búlgaríu eða Póllandi.

Því varla álítur fólk – sem jafnvel er á móti Evrópusambandinu – að það sé óæskilegt að fá hingað fyrirtæki frá hinu velmegandi fyrirmyndarríki Kanada.

Skúffufyrirtækið er í raun bara lagatæknilegt atriði sem hefur fengið alltof mikið vægi í umræðunni.

Þingmenn eins og Árni verða að svara því hvaða almennu reglur eigi að gilda um nýtingu auðlinda á Íslandi. Fyrr verður ekkert vit í þessari umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin