fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Andri Geir: Hvert erum við að stefna?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. júlí 2010 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Arinbjarnarson horfir á Ísland utanífrá, starfar í útlöndum en kemur annað veifið heim. Hann þorir að setja fram umdeildar skoðanir – og þess vegna er mikið að græða á bloggi hans. Í nýlegum pistli fjallaði hann um þær fyrirmyndir sem við getum sótt til Norðurlandanna:

„Í grunninn bjóða nágrannalöndin upp á þrjár fyrirmyndir:

  1. Sjálfstætt og fullvalda ríki utan ESB með eigin gjaldmiðil og sterkt alþjóðlegt lánstraust – Noregur
  2. Sjálfstætt og fullvalda ríki innan ESB en með eigin alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðil – Svíþjóð og Danmörk
  3. Sjálfstætt og fullvalda ríki innan ESB með evru – Finnland

Áður en við veljum okkur fyrirmynd, skoðum aðeins stöðu Íslands í dag.

Við erum ein skuldugasta þjóð í Evrópu með gjaldmiðil og lánstraust sem er ekki viðurkennt erlendis.  Við erum í gjörgæslu AGS, fjármögnuð af hinum Norðurlöndunum.   Okkar efnahagslega sjálfstæði er í höndum útlendinga.  Við eigum nóg af endurnýjanlegri orku sem aðrir öfunda okkur af en til að nýta hana þurfum við fjármagn og stöðuleika.

Hvernig endurheimtum við okkar efnahagslega sjálfstæði til að geta nýtt auðlindir okkar og skapað grunn fyrir betri lífskjör handa næstu kynslóð?  Hvaða norræna fyrirmynd er raunhæfust, áhættuminnst og skynsamlegust?“

Og í öðrum pistli skrifar hann um skortinn á raunverulegri uppbyggingu eftir hrunið:

„Nú þegar tveggja ára afmæli hrunsins nálgast virðist enginn endir í nánd á áföllum, eftirköstum og afleiðingum.   Eina sem hægt er að segja er að lengi getur vont versnað.  Ofaná Rannsóknarskýrsluna fáum við nú dóm Hæstaréttar og Magma málið, og guð má vita hvað er handan við hornið.  Það virðist enn langt í land að einhver raunveruleg uppbygging geti hafist enda erum við enn að slökkva elda.

Umræða um gjaldmiðil og fjármögnun atvinnutækifæra virðist komin upp á hillu.  Fólk virðist farið að sætta sig við ónýta krónu og AGS sem þrautavarnarlánveitanda um ókomna framtíð.  Slíkt er hættulegt, það er vísir að uppgjöf.  Í raun má segja að ákveðið sýndarástand ríki á landinu, fólk er farið að velja upphafspunkta fyrir og eftir hrun eftir hentisemi.  Hvergi er þetta augljósara en í ESB umræðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin