Við fengum verkefni vetrarins heim úr skólanum á síðasta skóladegi Kára.
Meðal annars var mynd af fólki við hús og texti með.
Textinn er útúrsnúningur á kvæðinu Litla Gunna og litli Jón.
Á litlri eyju í litlu húsi búa litla Gunna og litli Jón
með lítið hús en mikla skatta
og það er rétt og það er rétt
og út um allt þessir skattar dreifast
til litlu Gunnu og litla Jóns.
Á myndinni er svo stórt svart lán að éta upp húsið þeirra, en þau Gunna og Jón standa skelkuð álengdar.