fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Óðmenn og Jóhann G

Egill Helgason
Laugardaginn 5. júní 2010 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Gunni birtir þessa frábæru ljósmynd af hljómsveitinni Óðmönnum á heimasíðu sinni. Það er ótrúlega góður fílíngur á þessari mynd; litirnir eru skemmtilega skrítnir. Hún er tekin fyrir utan Tjarnarbíó, en þar var árið 1970 fluttur poppleikurinn Óli með tónlist eftir Óðmenn.

Ég var mikill aðdáandi þessarar gerðar Óðmanna. Þeir byrjuðu á því að spila tónlist eftir Cream, fóru svo að leika frumsamin lög, aðallega eftir Jóhann G. Jóhannsson. Gáfu út tvær litlar plötur og svo stóru tvöföldu plötuna sem verið er að endurútgefa í Þýskalandi. Þóttu heavy, ég sá þá barnungur á poppfestivalinu í Laugardalshöll 1969, það var þá að Ævintýri og Björgvin Halldórsson slógu í gegn, þau í Trúbrot þóttu of montin, en sjálfur hreifst ég mest af flutningi Óðmanna á White Room.

Það skemmdi ekki fyrir að Jóhann G. bjó niður í Ljósvallagötu, og maður sá þá Óðmenn nánast upp á hvern dag. Eins og greina má á myndinni voru þeir frekar gæjalegir.

Ég og vinur minn fórum að sjá poppleikinn Óla, vorum þá líklega tíu ára. Sýniningin fannst okkur frábær. En það skyggði aðeins á gleðina að fyrir sýningu kom ein aðalleikkonan til okkar þar sem við sátum í salnum og spurði hvort mamma okkar hefði leyft okkur að fara í leikhúsið.

Í þessari gerð Óðmanna voru Jóhann G. Jóhannsson, bassaleikari og lagasmiður, Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari, síðar alþingismaður, lögfræðingur og tónskáld, og svo Reynir Harðarsson, fantagóður trommari, sem kom með ákveðna djasstilfinningu inn í bandið.

Það er ein af ráðgátum poppsögunnar hvað varð um Reyni Harðarson, því ekkert hefur heyrst af honum síðan hann var í Óðmönnum. Einhvern tíma var mér sagt að hann hefði flutt til Bandaríkjanna. Reynir semur og syngur eitt lag á tvöföldu plötunni, It takes love nefnist það. Það væri gaman að vita hvað hefur orðið af honum.

Jóhann G. er að rifja upp ferilinn á tónleikum í Salnum í Kópavogi, dr. Gunni segir að tónleikarnir verði endurteknir í kvöld.

Picture_1023-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt