fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Vísnafýsn Þórarins

Egill Helgason
Föstudaginn 4. júní 2010 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Eldjárn sendir frá sér í sumarbyrjun bráðskemmtilega bók með smákvæðum, rímuðum og háttbundnum, þar sem er að finna alls kyns athuganir, smáar og stórar, fleygar hugmyndir, beitta ádeilu og spekimál. Kverið nefnir Þórarinn Vísnafýsn. Hér eru fáein sýnishorn úr bókinni:

Ný ímynd

Ég er að skipta um ímynd
út á við sést ný mynd.
Hið innra einn ég svamla
áfram í því gamla.



Jón Sigurðsson

Sjálfstæðisins hetja heit
hafnaði öllu fúski.
Fimur vopnið fann sem beit:
Frelsaði oss með grúski.



Allt undir og uppi á borðum

Fjölmargir fundir
með fögrum orðum:
Allt er undir
og uppi á borðum.

Aðeins eitt
er þar boðað:
Akkúrat ekki neitt –
en allt verður skoðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt