Pólitík getur verið alveg stórkostlega skemmtilegt sjónarspil.
Eins og til dæmis að sjá Samfylkingarfólk sem fyrir viku náði ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun yfir Besta flokknum – að sjá þetta sama fólk standa uppi á þaki í Breiðholtinu brosandi út að eyrum og klappandi fyrir því að Jón Gnarr sé að verða borgarstjóri.