Þá er komið í ljós að ekkert verður líklega af lögum um persónukjör.
Ástæðan eru kynjasjónarmið – óttinn við að þá verði hlutur kvenna og karla ekki jafn. Eða það eru mótbárur vinstri flokkanna – Sjálfstæðisflokkurinn er bara svona almennt á móti.
Eða er einhver leið að samþætta persónukjör og kynjasjónarmiðin?
Það fær maður trauðla séð.