Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengislána sýnir glöggt hvað Íslendingar hafa mikið umburðarlyndi gagnvart fúski.
Það var alltaf grunur um það í kerfinu að þetta kynni að vera ólöglegt. Það er óhugsandi annað en að lögfræðideildir bankanna hafi skoðað lögin sem þarna eiga við.
Og hvað þá með Fjármálaeftirlitið?
En menn kusu einfaldlega að horfa framhjá þessu – meðan fjármálastofnanir dældu út gjaldeyrislánum.