Það er ekki nóg með að skattar hækki og alls konar gjöld.
Peningaplokkið magnast líka um helming.
Um daginn barst mér tilkynning frá sýslumanninum á Bolungarvík – hann fékk þessu greinilega úthlutað – um „vanrækslugjald“.
Þetta er samkvæmt reglugerð frá því í ágúst 2009 um skoðun ökutækja.
Segir að ef maður komi ekki með bíl á réttum tíma í skoðun leggist á mann vanrækslugjald að upphæð 15 þúsund krónur.
Nú er ég borgunarmaður fyrir þessu, en ég geri ráð fyrir að þetta fari á mörg önnur heimili – meðal annars til fólks sem er að berjast við að ná endum saman.