fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Hvalveiðar: Meiriháttar mál í aðildarviðræðum?

Egill Helgason
Mánudaginn 14. júní 2010 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekki mikið borðað hvalkjöt um dagana. Í fyrra, á fiskidögunum á Dalvík, fékk ég hrátt hrefnukjöt hjá Úlfari Eysteinssyni. Það var afskaplega ljúffengt.

Og um daginn borðaði ég hrefnusteik á veitingahúsi í Reykjavík. Hún var sömuleiðis mjög góð.

Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja rök fyrir banni við hvalveiðum eða sölu hvalaafurða – þ.e.a.s. ef viðkomandi stofnar eru ekki í hættu. Þá erum við farin að gera upp á milli dýrategunda, hvalir eru þá mun göfugri skepnur en til dæmis naut eða svín. Í raunni er miklu heiðarlegri afstaða að vera barasta grænmetisæta.

Um daginn heyrði ég um mann sem borðar ekkert sem er með andlit – það finnst mér mjög skiljanlegt.

Á vef Der Spiegel birtist afar tilfinningaþrungin grein um hvalveiðar, náttúrlega með tilheyrandi myndum af grindhvaladrápi Færeyinga. Í greininni er látið eins og hvalveiðar séu meiriháttar glæpur.

Þar er fjallað um Ísland, og haft eftir Gert Lindeman, fulltrúa Þjóðverja hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu að hvalveiðar Íslendinga geti orðið meiriháttar vandamál í aðildarviðræðum við ESB.

Iceland has also vehemently rejected the IWC compromise, and the country’s IWC commissioner, Tomas Heidar, made clear to SPIEGEL ONLINE that his country would not abandon its current position on whale hunting. The government in Reykjavik does not want to accept the ban on the international trade in whale meat, which would remain in place even under the compromise.

But in Berlin, Lindemann said that „Iceland also has to fully accept the export ban.“ He added: „It’s Iceland that wants to become part of the European Union and not the other way around. The rules are clear.“ Whaling, which is illegal in the EU, is expected to be a major issue during accession talks with Reykjavik for membership in the European political club.

Eins og alkunna er veiða Íslendingar enga hvali sem eru í útrýmingarhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu