Viðskiptablaðið greinir frá geysilegri samþjöppun auðs á Íslandi.
Árið 1992 réðu 1.100 útgerðir yfir þorskkvvóta.
Nú eru kvótaeigendurnir 166.
Þarna hefur farið fram mesta einkavæðing Íslandssögunnar – í hendurnar á fámennri stétt manna.
Upplýsingarnar munu vera komnar úr nýrri skýrslu hagfræðistofnunar Háskólans. Þar segir að þessi þróun sé að mörgu leyti eðlileg – og að þessi þróun haldi sennilega áfram.
En þá má spyrja: Eðlileg fyrir hvern?
Er eðlilegt að auður leiti sífellt á færri hendur?
Eða er það bara einhver rétttrúnaður sem segir það?