fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Eitt lítið skref

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. júní 2010 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fleiri ástæður fyrir því að fækka ráðuneytum en sparnaður.

Ein er sú að ráðuneyti eru mjög fáliðuð. Sum eru einungis skrifstofur með örfáum starfsmönnum og afskaplega vanmegnug.

Það getur orðið til að styrkja stjórnsýsluna að fækka ráðuneytunum. Um leið þarf auðvitað að efla fagmennskuna innan þeirra.

Það verður einn prófsteinninn á það hvort stjórnmálamenn séu tilbúnir í einhverja uppstokkun hvort tekst að fækka ráðuneytum, því þetta er auðvitað bara eitt lítið skref á langri leið.

Í Silfri Egils í vetur var talað um að þyrfti að setja skilanefnd á stjórnsýsluna, í ljósi þess sem lesa má um ríkisbresti i skýrslu rannsóknarnefndar virðist ekki vanþörf á.

Það er reynt að rugla málið með því að blanda ESB inn í þetta, en það er engin ástæða. Afdrif ESB umsóknar ráðast ekki af því hvernig uppstillingu ráðuneyta er háttað.

Og um þetta er beinlínis ritað í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar svo það er býsna langsótt að halda því fram að málið snúist um þann mann sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu