Úr ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2007:
„Brýnt er að fækka ráðuneytum enda væri hagræðing í efsta lagi stjórnsýslunnar öðrum stofnunum, sem neðar eru, gott fordæmi. Auðvelt væri að fækka ráðuneytum töluvert, t.d. með sameiningu í eitt atvinnuvegaráðuneyti og eitt velferðarráðuneyti. Samhliða endurskoðun ráðuneyta verði farið yfir hlutverk einstakra ríkisstofnana.“
— — —
„Löngu er orðið tímabært að stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti. Það mun auka möguleika á að sameina stofnanir ráðuneyta og auka hagkvæmni þeirra.“