Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði til að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði sett á ís í einhvern tíma.
Þýskur sérfræðingur sem var í viðtali við RÚV í dag sagði litlar likur á því að Ísland gengi í Evrópusambandið eins og sakir standa.
Þetta er hárrétt mat hjá manninum.
Allt er upp í loft í stjórnmálum á Íslandi – og innan Evrópusambandsins ríkir mikið óvissuástand. Þetta er afar vondur tími til að reyna að leiða þetta mál til lykta.