fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Ísrael, Palestína og járnveggurinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. júní 2010 00:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í merkri bók sagnfræðingsins Avi Shlaim sem nefnist Járnveggurinn er sýnt fram á hvernig það hefur ætíð verið stefna Ísraela að beita Palestínumenn ítrustu hörku, hugmyndin er að það sé betra að eiga við þá séu þeir óttaslegnir og bugaðir. Þetta er í raun framferði nýlenduveldis sem er að ræna landi – Ísrael er skilgetið afkvæmi nýlendustefnunnar.

Það virðist ekki alltaf skipta máli hverjir stjórna Ísraelsríki, Shlaim rekur járnveggsstefnuna aftur til  Zeevs Jabotinskí, hægrimanns sem telst einn af feðrum Ísraelsríkis, en Verkamannaflokkurinn sem byggði á hefðum evrópskra sósíalista, tók hana líka upp. Það er samt  frægt þegar Ben Gurion flaug í þyrlu yfir herteknu svæðin eftir sex daga stríðið og á að hafa gripið í handlegg Moshe Dyan og sagt: Við verðum að skila þessu aftur, annars verður aldrei friður.

Nú eru það sérstaklega ógeðslegir öfgamenn sem ráða ríkjum í Ísrael, Benjamín Netanyahu, sem var öðrum fremur ábyrgur fyrir því að grafa undan Oslóarsamningum á sínum tíma, og Avigdor Liberman, rasisti sem er vill innlima landnemabyggðir á Vesturbakkanum og heimtar að borgarar í Ísrael skrifi undir hollustueiða en glati kosningaréttinum ella. Pólitískur ferill Libermans er reyndar í hættu vegna fjársvikamála. Þessir menn eru svo geggjaðir að þeir eru að kasta á glæ vináttu Tyrklands sem hefur verið Ísraelum afar mikilvæg.

Hinum megin er hið innlokaða Gazasvæði sem lýtur stjórn fasískra afla úr Hamashreyfingunni. Þau halda íbúunum í greipum haturs og ótta – og nærast á hinni hryllilegu kúgun og innilokun sem Ísraelsstjórn stendur fyrir.  Á Gaza ríkir nú hafnbann Ísraelshers sem siglingalestin sem nýtur meðal annars stuðnings Noams Chomsky og Desmonds Tutu  – og þar sem Henning Mankell var meðal þátttakenda –  ætlaði að reyna að rjúfa. Því er svarað að skipverjar hafi beitt hnífum og teygjubyssum – ja, olræt, en ísraelsku hermennirnir skutu fjölda þeirra til bana og særðu aðra.

Þeir sem þjást eru venjulegt fólk á Gaza sem hefur ekkert ferðafrelsi, engin mannréttindi, takmarkaðan aðgang að nauðsynjum, mat, vatni, heilsugæslu og lyfjum. Munum að Gaza er lítill kimi þar sem mikill fjöldi fólks er innikróaður – í raun ekki annað en stórt fangelsi. Gettó, svo maður noti orð sem hefur andstyggilegan hljóm.

Það er rétt að það er kominn tími til að setja Ísraelum, landráni þeirra  og kerfisbundinni kynþáttastefnu stólinn fyrir dyrnar. Þar getur rödd Íslands hljómað hátt og skýrt – og við getum alveg tekið sjálfstæða afstöðu, burtséð frá því sem stórveldi í kringum okkur vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir