fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Hnígandi vonarstjörnur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. júní 2010 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum mærði Össur Skarphéðinsson um hina frábæru Röskvukynslóð sem myndi erfa Samfylkinguna – og landið. Þetta var fólk sem hafði alist upp í stúdentapólitík í Háskólanum og taldi mikið afrek að hafa sigrað hægrimenn í kosningum þar.

Svo að loknu námi – frekar stuttu hjá sumum – gat það ekki beðið eftir að hella sér út í pólitíkina. Ég hef stundum velt fyrir mér hvort sé ekki betra fyrir fólk sem ætlar í stjórnmál að bíða aðeins, taka út eilítið meiri þroska, læra og vitkast – atburðir síðustu ára á Íslandi sýna að þetta er líklega raunin.

Því Röskvukynslóðin virðist ætla að heltast úr lestinni áður en hún nær að taka yfir landið. Steinunn Valdís er horfin úr pólitík, Björgvin G. er farinn í bili en á varla afturkvæmt, það þarf mikið að gerast til að Dagur Eggertsson nái lengra en hann er kominn, Kristrún Heimisdóttir beitir sér ekki lengur í stjórnmálum, en Skúli Helgason er eftir í þingflokki Samfylkingarinnar – óbreyttur þingmaður.

Horfurnar hjá helstu andstæðingum þessa fólks úr stúdentapólitíkinni, Vökumönnunum, eru ekki miklu betri. Gísli Marteinn Baldursson, Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Guðlaugur Þór Þórðarson hanga allir inni í borgarstjórn eða þingi, en þeir munu varla ná að klífa þá pólitísku tinda sem þeir ætluðu sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir