Ég benti í gær á heimasíðu Marinós Gunnars Njálssonar þar sem hann er að taka saman ýmiss konar talnaefni um kosningarnar.
Nú bætir hann um betur og skoðar útkomu flokkanna eftir kjördæmum. Samkvæmt þessu eru það Vinstri grænir sem tapa hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn sem tapar flestum atkvæðum.
Annars sér maður ekki betur en að uppgjörin innan flokkanna séu að fara af stað. Össurararmurinn í Samfylkingunni ræðst á Dag, Þorleifur Gunnlaugsson sem náði ekki inn í borgarstjórnina ræðst á Steingrím J., Guðmundur Steingrímsson hjólar í Sigmund Davíð – það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu næstu daga.
Best þó úr mátulegri fjarlægð.