Easy Rider var mesta kúltmynd áttunda áratugarins. Ég man að ég sá hana í listabíói í Kaupmannahöfn sirka árið 1977. Þá eimdi ennþá eftir af hippatímanum og frelsisþránni sem myndin túlkar. Auðvitað var þetta toppurinn á leikstjóraferli Dennis Hopper, þessa sérstæða leikstjóra og leikara – þótt hann ætti margar aðrar flottar stundir á hvíta tjaldinu. En þarna fangaði hann tíðaranda með einstökum hætti.
Um leið og maður rifjar upp myndina þá er sjálfsagt að minnast líka á tónlistina í henni, til dæmis þetta frábæra lag með Byrds. Lagið er eftir Roger McGuinn en nokkrar línur í því eru eftir Bob Dylan – sem á sínum tíma vildi þó ekki kannast við lagið.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=DNjzzDNIJWw]