Í kosningum er komið fram við auða kjörseðla af mikilli óvirðingu, því vissulega er það afstaða að skila auðu – rétt eins og til dæmis að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Það væri mjög áhugavert að fá samantekt um auða kjörseðla í helstu sveitarfélögum.
Í Hafnarfirði var enginn valkostur við gömlu flokkanna og þar brugðu kjósendur á það ráð að skila auðu – nær sjötti hver Hafnfirðingur skilaði auðu eins og lesa má í þessari frétt.
Það þýðir væntanlega að auði listinn hefði fengið 14,5 prósenta fylgi – og fulltrúa í bæjarstjórnina.
Kosningaþátttakan þar í bæ var líka mjög lítil – eða 65 prósent. Flokkarnir sem stjórna bænum næsta kjörtímabil eru semsagt með óvenju fá atkvæði á bak við sig.