fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Matur í skólum: Víða pottur brotinn

Egill Helgason
Föstudaginn 28. maí 2010 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan mín og tvær vinkonur hennar hafa verið í baráttu fyrir bættu mataræði í grunnskólum Reykjavíkur. Víða er þar pottur brotinn, það er borið fram mikið af unnum kjötvörum, maturinn er unnin hjá stórum framleiðslufyrirtækjum eða jafnvel innfluttur í stórum stíl, og svo hitaður upp í skólunum. Það er meira að segja verið að gefa börnum fiskmeti sem flutt inn frá útlöndum. Börnin fá líka mjög stuttan tíma til að borða – sem kemur þeim á vondar matarvenjur. Það er verið að gefa börnum mat sem foreldrar þeirra myndu ekki láta ofan í sig.

Ný alþjóðleg könnun sýnir að unnar kjötvörur eru hreint eitur og eiga ekki að sjást í skólum. Þær eru aðallega vatn, fita, salt og aukaefni – og kjötið í þeim hefur oft vafasaman uppruna.

Nú er verið að leita leiða til að spara meira í skólakerfinu – og þar á meðal í matnum. Verðið á aðföngunum hefur hækkað mikið – niðurskurðurinn á eftir að koma fram í engu öðru en hrakandi gæðum. Maturinn sem er í boði líður fyrir bæði fjárskort og metnaðarleysi.

Um þetta er ekki mikið rætt, enda er mjög illa séð borgarkerfinu um þessar mundir að fjallað sé opinberlega um aðhald og niðurskurð – bæði í grunnskólum og leikskólum. Lýðheilsustöð gefur út leiðbeiningar, en þeim er ekki fylgt eftir.

Ágúst Már Garðarsson matreiðslumaður sem á sæti á lista Besta flokksins skrifar ágæta grein í Fréttablaðið þar sem hann bendir á að þetta þurfi ekki að vera svona.

Fyrst og fremst trúi ég ekki á eina reglu fyrir alla, hvorki í innkaupareglum, matreiðsluaðferðum eða útfærslu á matartímum. Heldur vil ég sjá ákveðna ramma um kostnaðarliði en þess utan hvetjandi kerfi sem býður foreldrum, kennurum og matreiðslumönnum svigrúm til að gera sitt besta innan kostnaðarramma. Hlutföll matargjalda geta líka verið sveigjanleg milli skóla og markmiðið ætti að vera fríar skólamáltíðir til að allir geti setið við sama borð hvað mat varðar -og þá er ég að tala um börnin ekki foreldrana. Einnig vil ég hvetja kokkana til að vera í tengslum við börn og foreldra hvað hugmyndir um matarvenjur varðar. Það mun koma ykkur öllum á óvart hvað hægt er að gera með hollum, góðum og skemmtilegum mat. Tímar nagga, fiskbúðings og kakósúpu eru liðnir -ekki meira lélegt fyrir börnin, við viljum best!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?