Skoðanakönnun Capacent fyrir RÚV er mjög samhljóða skoðanakönnun Fréttablaðsins í morgun.
Besti flokkurinn er með um 40 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 30 prósent, Samfylkingin með um 20 prósent og Vinstri grænir með fylgi á bilinu 6-9 prósent.
Og líkt og stjórnmálafræðiprófessor benti á í fréttunum – því nærri tímanum sem þær eru gerðar, þeim mun líklega er að þær standist.
Eins og stendur eru horfur á að Besti flokkurinn fái 6 fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn 5, Samfylkingin 3 og Vinstri grænir 1.
En Framsókn þurrkast út í borginni.
Svo er kosningasjónvarp annað kvöld: Þá hallar maður sér aftur og horfir á meirihluta falla út um allt land.