Á sunnudag verða kosningarnar gerðar upp í sameiginlegri útsendingu fréttastofu og Silfurs Egils. Formenn stjórnmálaflokkanna koma í myndverið í Efstaleiti sem og oddvitar framboðanna sem ná þeim árangri að fá fulltrúa inn í borgarstjórnina í Reykjavík.
Sérstakur gestur í lok þáttarins verður svo bandaríski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Barbara Ehrenreich, kona sem á stórmerkan feril, vægast sagt.