fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Myndi þetta líðast á öðru sviði?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. apríl 2010 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinsson hagfræðingur skrifar pistil um úthlutun makrílkvótans á vefinn Pressuna. Bendir á að þetta sé ný fiskitegund hér við land, það sé lítil veiðireynsla, en hins vegar hafi hafist það sem hann kallar ólympískar veiðar á tegundinni í fyrra þar sem útgerðir kepptust við að moka eins miklum fiski á land og þær gátu – mest af því hafi farið í bræðslu. Það er vitað að þessar veiðar vöktu mikla hneykslun í nágrannalöndum okkar, enda getur makríll verið verðmætur fiskur.

Jón segir það skref í rétta átt að úthluta makrílkvóta á skip eins og nú er gert í fyrsta sinn. Hann segir hins vegar að aðferðin við útlutunina orki tvímælis svo ekki sé meira en sagt, nú sé úthutað eftir veiðireynslu.

En þar sem veiðarnar eru nýbyrjaðar er veiðireynslan afar lítil – og úthutunaraðferðin því sérlega handahófskennd, segir Jón. Það sé með ólíkindum að útdeila slíkum verðmætum til fárra aðila endurgjaldslaust á jafn veikum grunni.

Orðrétt segir Jón í niðurlagi greinar sinnar:

Það þarf varla að taka það fram að 112 þúsund tonna markílkvóti er gríðarlega verðmætur. Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli telja að þau geti komist upp með að úthluta jafn miklum verðmætum og hér um ræðir endurgjaldslaust til fárra útvaldra.

Myndi slíkt líðast á einhverju öðru sviði? Myndi það til dæmis líðast að aðrar eigur þjóðarinnar (svo sem Landsvirkjun eða Landsbankinn) væru færðar fáum útvöldum án endurgjalds eða á undirverði? Væri slíkt ekki hneyksli? Af hverju er þessu öðru vísi farið í sjávarútvegi?

Efnahagsáætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að þau skeri niður og/eða hækki skatta um 50 ma.kr. á næsta ári. Og árið þar á eftir þarf að ganga enn lengra. Þessar aðgerðir munu vera afskaplega sársaukafullar. Í þessu ljósi skýtur sérstaklega skökku við að ríkið láti eigur sínar af hendi endurgjaldslaust til fárra útvaldra. Auðlindagjöld eru hagkvæmasta tekjulindin sem ríkið á völ á. Það sætir furðu að skattgreiðendur láti það yfir sig ganga að virðisaukaskattur sé hærri á Íslandi en annars staðar á byggðu bóli á meðan stjórnvöld gefa fáum útvöldum þjóðareignir í milljarðavís ár eftir ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti