fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Ríkisstjórn í kreppu

Egill Helgason
Mánudaginn 8. mars 2010 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað er það rétt að stjórnarandstaðan sagði fyrir Icesave kosninguna á laugardag að hún snerist ekki um ríkisstjórnina. En daginn eftir er talar hún eins og þetta sé vantraust á hana.

En þrátt fyrir þetta misræmi verður ekki horft framhjá því að ríkisstjórnin er mjög veikluð. Sú yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttir að hún ætlaði að sitja heima í kosningunni var sérlega misráðin; hún lagði sjálfa sig að veði, og tapaði.

Stjórnin á í djúpstæðri kreppu. Að henni standa í raun þrír flokkar, Samfylkingin, Vinstri grænir og órólega deildin í VG. Þegar Jóhanna talar um að þurfi að þétta raðirnar í stjórninni þá er hún væntanlega að vísa til Ögmundar Jónassonar og Lilju Mósesdóttur. Þau hafa að sumu leyti líf stjórnarinnar í hendi sér.

Ef þetta tekst ekki verður varla séð að ríkisstjórnin eigi mikla framtíð fyrir sér. Upp er komin krafa um að Icesave málið verði allt tekið upp að nýju. Ríkisstjórnin mun væntanlega halda áfram samningaviðræðum, en það er óvíst að hún komi nýjum samningi í gegnum þingið.

Og þá bíður líka Ólafur Ragnar Grímsson, sem getur skrifað undir eða neitað að gera það.

Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kröfðust þess í gær að færu fram kosningar. Það er þó ekki víst að sé hljómgrunnur fyrir því.

Aðrir möguleikar eru auðvitað í stöðunni:

Að hér verði mynduð einhvers konar þjóðstjórn – sem þó verður að teljast ólíklegt í ljósi þess hversu mikil kergja er milli flokksforingjanna – eða dæmis að Samfylkingin ákveði að ekki verði lengra komist með klofinn flokk Vinstri grænna og reyni að ná saman við demókrata í Sjálfstæðisflokknum; annar möguleiki er svo að þeir sem hafa barist á móti Icesave myndi stjórn, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Hreyfingin og órólega deildin úr VG.

Hvað sem því líður hýtur ríkisstjórnin að hugsa sinn gang. Það gæti verið kominn tími á uppstokkun í herbúðum hennar. Líklega er nauðsynlegt upp á framhaldslíf hennar að hleypa Ögmundi aftur inn. Það mætti líka hugsa sér ráðherraskipti – og þá mætti alveg gera sér í hugarlund að Steingrímur og Jóhanna færðu sig til um ráðuneyti.

Svo er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á næstu dögum. Hún gæti haft sín áhrif á þetta allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin