fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Sparisjóðir og siðrof

Egill Helgason
Laugardaginn 6. mars 2010 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur.

— — —

Síðustu misserin hefur verið sérstaklega athyglisvert að sjá fréttir sem hafa smám saman verið að koma fram. Fréttir sem sýna hvernig gróðahyggjan náði líka tökum á Spairsjóðakerfinu og fólkinu sem þar var treyst til að varðveita fjármuni almennings.

Það er sama hvort litið er til sparisjóðanna á Reykjanesi, Byrs eða Sparisjóðs Mýrasýslu. Alls staðar virðist blessað fólkið hreinlega hafa misst vitið, í von sinni um að geta auðgast hratt og án þess a taka sjálft áhættu. Þarna nýtti fólk stöðu sýna til að nota fjármuni annarra í gróðavon sinni, án þess að taka persónulega ábyrgð á lánum til sín eða gæta að tryggingum.

Það er athyglisvert að hugsa til þess hvernig hér væri umhorfs ef allt hefði varið „vel“. Ef bólan hefði varað lengur og nokkrir tugir manna, sem fæstir hafa heyrt nefnda á nafn, hefðu orðið stórauðugt fólk á þvi að leika sér með fjármuni annarra í einhverju sem helst jafnast á við spilavíti. Þetta fólk tók fé annarra, setti það á rúllettuna og ætlaði sér svo sjálft að hirða hagnaðinn. En leikurinn endaði bara með öðrum hætti en ráðgert hafði verið.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa almennings að þetta fólk verði látið sæta ábyrgð. Persónulegri ábyrgð á því tjóni sem gjörðir þess ollu. Bæði skaðabótaábyrgð og refsiábyrgð. Svona lítið samfélag þolir ekki siðrof af þessu tagi. Þeir sem brugðust verða að horfast í augi við ábyrgð sína og þola makleg málagjöld. Þar á meðal eru stjórnendur sparisjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin