fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„Svonefndir bloggheimar“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. mars 2010 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Samtaka iðnaðarins heldur ræðu og skammast út í fjölmiðla og „svonefnda bloggheima“ fyrir neikvæða umræðu. Ég man reyndar ekki betur en að hann hafi flutt sömu ræðuna í fyrra.

En það er ekki bloggheimum að kenna að hér er allt löðrandi í spillingu í bankakerfi og fjármálalífi. Manni óar eiginlega við því ef ekki hefðu verið bloggheimar til að stöðva suma gjörningana eða koma upp um þá.

Og sumir fjölmiðlar hafa tekið sig á eftir hrunið; það hefur komið fram hópur af ungu og áhugasömu fjölmiðlafólki sem óttast ekki.

En fréttirnar af sukkinu dynja á okkur á hverjum degi.

Frjárglæframennirnir sem eru kenndir við Bakkavör eiga að fá að eignast fyrirtækið sitt aftur; í gegnum íslenska fjármálakerfið og lífeyrissjóði liggur hroðaleg skuldaslóð eftir þessa menn.

Og enn erum við að verða einhvers vísari – ekki að maður skilji þetta – um sérkennilega fjármálagjörninga Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Í rauninni má formaður SI þakka fyrir að fólk er ekki löngu hætt að blogga og farið út á göturnar. Þannig væri það í mörgum öðrum löndum, en ekki hér, hvort sem menn vilja kenna stillingu þjóðarinnar um eða þýlyndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti