fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Þýðing þjóðaratkvæðagreiðslu

Egill Helgason
Mánudaginn 29. mars 2010 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru liðnar rúmar þrjár vikur frá þjóðaratvæðagreiðslunni um Icesave. Undarlega hljótt hefur verið um málið síðan þá. En hver voru raunveruleg áhrif atvæðagreiðslunnar, hver var þýðing hennar? Um það eru menn varla farnir að ræða. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, segir í pistli að myndin sem blasi við sé allt önnur en þjóðinni var talin trú um. Upphaf greinar Kristins er svohjóðandi:

Nú eru liðnar röskar þrjár vikur síðan þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fór fram og rykið farið að setjast sem þyrlað var upp í aðdraganda hennar. Myndin sem við blasir er allt önnur en þjóðinni var talin trú um. Atkvæðagreiðslan varð engin lausn, Bretar og Hollendingar láta sér fátt um finnast, almenningur í Evrópu veit varla af málinu og það eru Íslendingar sem sitja með vandann í fanginu, á þeim brennur eldurinn.

Þetta er ekki það þjóðinni var sagt. Henni var talin trú um að með því að fella Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni með afgerandi hætti myndi Bretum og Hollendingum verða send slík skilaboð að þeir þyrðu ekki annað en að semja hið bráðasta og fallast á kröfur Íslendinga áður en þjóðin hætti við að borga yfirhöfuð nokkuð. Þjóðin sendi sín skilaboð en það gerðist ekkert annað en hið gagnstæða. Engar viðræður urðu og Bretar og Hollendingar setja skilyrði fyrir frekari viðræðum sem Íslensk stjórnvöld geta ekki sætt sig við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?