fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Besti flokkurinn og borgin

Egill Helgason
Föstudaginn 26. mars 2010 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að sjá hvílíkt fylgi Besti flokkur Jóns Gnarrs fær í skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Ef kosningarnar færu svona gæti hann ráðið því hverjir stjórnuðu Reykjavík. Það er þó ekki víst að fylgið verði svona mikið þegar nýjabrumið fer af framboðinu – nema þá að ógeð landsmanna á stjórnmálastéttinni sé þeim mun meira. Það gæti náttúrlega aukist enn við birtingu rannsóknarskýrslunnar.

Jón og félagar gætu náð að hleypa öllu sýsteminu í loft upp. Það er kannski að sumu leyti gustukaverk.

Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hefur tekist að koma sér upp einhverri mestu teflonhúð íslenskra stjórnmálamanna. Hún gætir þess að tengja nafn sitt bara jákvæðum málum, ef eitthvað neikvætt kemur upp eru það yfirleitt aðrir en hún sem verða fyrir svörum í fjölmiðlum.  Samfylkingin er að reyna að rifja upp að Hanna Birna vann lengi á flokkskontór Sjálfstæðisflokksins með Kjartani Gunnarssyni, en það virðist ekki bíta að ráði.

Það er líka vandséð um hvað borgarstjórnarkosningar í vor eiga að snúast. Engin sjálfsögð kosningamál blasa við. Flokkarnir hafa alllir meira eða minna sömu velferðaráherslurnar núorðið, þeir eru allir samsekir um ófremdarástandið sem ríkir hér í skipulagsmálum – og sömuleiðis mestanpart um Orkuveituna líka. Hroðaleg staða hennar verður varla að kosningamáli heldur.

Þannig að líklega munu kosningarnar snúast upp í einhvers konar fegurðarsamkeppni milli Hönnu Birnu og Dags – þar sem Jón Gnarr dansar í kring í hlutverki dárans. Vinstri grænir hafa tekið áhættuna að setja Sóleyju Tómasdóttur í fyrsta sæti, konu sem vekur mjög heitar tilfinningar til og frá, og svo er eins og venjulega spurning hvort Framsókn kemur inn manni á síðustu metrunum.

Miðað við könnunina sem birtist í dag gæti verið erfitt að mynda starfhæfan meirihluta – eða varla eru líkur á að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vinni saman eftir kosningar eða þá Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?