fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Snilld

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. mars 2010 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent_van_Gogh_(1853-1890)_-_Wheat_Field_with_Crows_(1890)

Snilld er þess eðlis að hún kemur okkur sífellt á óvart. Ég horfði í gær á kvikmynd um Van Gogh – Kirk Douglas llék málarann – og einhvern veginn er maður gáttaður á óhamingju þessa óskabarns ógæfunnar – og einstakri sýn hans á heiminn sem hann miðlaði af öllum lífs- og sálarkröftum.

Rússneskur stærðfræðisnillingur leysir eina helstu stærðfræðigátu í heimi, setti lausnina á internetið árið 2002, og nú finna menn hann og bjóða honum milljón dollara í verðlaun. Hann opnar ekki dyrnar og segir að sig vanhagi ekki um neitt.

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þrautina sem er kennd við Poincaré, en maðurinn sem leysti hana nefnist Grigori Perelman.

Svo er hér annar snillingur, eða gáta sem er kennd við hann. Spurt er Hver á fiskinn í gátu Einsteins? (af Vísindavef Háskólans)

Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið. Aðrar upplýsingar:

  1. Bretinn býr í rauða húsinu.
  2. Svíinn hefur hunda sem gæludýr.
  3. Daninn drekkur te.
  4. Græna húsið er næsta hús vinstra megin við það hvíta.
  5. Íbúi græna hússins drekkur kaffi.
  6. Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.
  7. Íbúi gula hússins reykir Dunhill.
  8. Íbúi hússins í miðjunni drekkur mjólk.
  9. Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
  10. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.
  11. Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
  12. Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
  13. Þjóðverjinn reykir Prince.
  14. Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
  15. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?