fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Ekki allur sannleikurinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. mars 2010 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rétt sem Jónas Kristjánsson segir, það sem er að koma frá Sjálfstæðisflokknum um fjárstyrki til flokksins er ekki fullnægjandi.

Fullt af styrktaraðilum vilja ekki að nöfn fyrirtækja þeirra komi fram, í suma náðist einfaldlega ekki. Almennt er ekki erfitt að ná í fólk á Íslandi. Það vantar nöfn 150 lögaðila á þennan lista – það sést hversu þetta kerfi fjárframlaga til flokksins hefur verið víðtækt.

Það vantar líka „samstæðureikninginn“, styrktarfjárhæðirnar sem eru gefnar upp eru einungis þær sem hafa runnið í gegnum aðalskrifstofuna í Reykjavík, ekki til mikils fjölda flokksfélaga um allt land.

Upphæðirnar gætu semsagt verið miklu hærri það sem flokksskrifstofan birti í gær, 44 milljónirnar frá Landsbankanum, 30 milljónirnar frá FL-Group, 11,2 milljónirnar frá Samherja, 10 milljónirnar frá Ístaki og þar fram eftir götunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“