fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Guðmundur Svans: Kostirnir við atvinnupólitíkusa

Egill Helgason
Mánudaginn 22. mars 2010 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Rúnar Svansson, einn Eyjubloggara, skrifar pistil um kosti atvinnupólitíkusa andstætt þeim sem eru óreyndir í stjórnmálum. Það er víst að margir eru ósammála Guðmundi, en þetta er samt athyglisverð grein hjá honum. Niðurlag hennar er svohljóðandi:

„En í hverju liggur ósamstaðan. Ætli það sé ekki nærtækast að tína til nýgræðingana á þingi. Ásmundur bændahöfðingi, Lilja Mósesdóttir, (Borgara)Hreyfingin, formaður Framsóknarflokksins og fleiri. Er ekki málið að þessir, og margir fleiri, eru hálfgerðir grænjaxlar í pólitík, og vantar þjálfun og reynslu úr ungliðastarfi – og hefðu líklega sum hver ákveðið tiltölulega fljótt að pólitík væri ekki fyrir þau ef þau hefðu tekið virkan þátt í ungliðapólitík eða öðru pólitísku starfi til margra ára.

Því hvað sem manni finnst um spillingu og getulausa stjórnmálamenn má það ekki gleymast að pólitík er líka fag, og í henni er ekki nóg að básúna skoðanir á torgum. Umræður og lýðræðisleg vinnubrögð og sérfræðiþekking eru góðra gjalda verð – ef það tekst að taka ákvarðnir og koma málum fram fyrir rest. Hvaða gagn væri að utanþingsstjórn sérfræðinga sem allir væru jómfrúr í pólitík og tækist aldrei að fá neitt samþykkt?

Ég er sumsé ekki þeirrar skoðunar  forráðamenn þessarar vinstristjórnar viti ekki hvað þurfi að gera og spili á fiðlu að hætti Nerós meðan landið sekkur dýpra. Ætli það sé ekki nær lagi að atvinnustjórnmálamennirnir skammist sín fyrir að vera það á sama tíma og hávær hópur heimtar fleiri reynslulausa grænjaxla til að gulltryggja það við verðum enn að rífast um Icesave þegar næsta hrun ríður yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu