fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Spiegel: Evrulygi

Egill Helgason
Laugardaginn 13. mars 2010 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á forsíðu Der Spiegel í þessari viku er mynd af evru sem er að bráðna. Yfirskriftin er: Byggð á lygi, brestirnir í sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu.  Í greininni er því haldið fram að upptaka evrunnar á sínum tíma hafi verið vanhugsuð, hún hafi stjórnast af pólitík en ekki efnahagslegu raunsæi. Menn hafi leyft sér að hugleiða ekki hvað gerðist ef kæmi upp kreppa þar sem sum aðildarríki stefndu í þrot. Nú sé komið í ljós að efnahagsástandið á útjaðrinum – í litlu ríki eins og Grikklandi – getur afhjúpað veikleika gjaldmiðilsins.

Leiðin til baka getur hins vegar virst ófær, semsagt að ríkin taki aftur upp sína eigin gjaldmiðla. Lausnin sé fremur fólgin í nánara samstarfi og strangari reglum um skuldasöfnun og fjárlagahalla – vanhæf stjórnvöld í Grikklandi gerðu sig reyndar sek um að falsa hagtölur. Og í skjóli evrunnar gátu þau steypt landinu í skuldir.

Samkvæmt fréttum eru ríkin sem nota evruna að ná samkomulagi um aðstoð við Grikkland. Það eru Þjóðverjar og Frakkar sem standa einkum straum af þessum efnahagspakka sem gengur þvert á ákvæði um að ekki skul bjarga ríkjum sem eru í slíkum efnahagsnauðum. Þarna gæti verið fordæmi ef ástandið versnar enn á Spáni, Portúgal eða Ítalíu.

Í Þýskalandi hefur þetta verið mjög umdeilt mál. Þar hafa jafnvel komið upp kröfur um að Grikkir selji frá sér eyjar og menningarverðmæti. Með þessu er hugsanlegt að árásum spákaupmanna á evruna sé hrundið, að minnsta kosti í bili, og er talað um að þeir muni snúa sér að breska pundinu.

ROSPANZ20100100001-312

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu