fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Norðmenn, olían og kvótinn

Egill Helgason
Laugardaginn 13. mars 2010 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi sendi þessar línur.

— — —

Í athyglisverðu bréfi sem þú birtir á Eyjunni segir m.a.

„Ég get ekki betur séð af heimildum á netinu en að norski olíuiðnaðurinn sé að stærstum hluta einkafyrirtæki“.

Statoil var reyndar í 100% eigu norska ríkisins allt fram að 2001, þegar hluti þess var einkavæddur.
Ennþá á norska rikið þó mikinn meirihluta í fyrirtækinu og ræður þar öllu. Eignarhluti ríkisins í Statoil er um 70%:
http://www.statoil.com/en/InvestorCentre/Share/Shareholders/Pages/default.aspx

Og af því þetta „fé án hirðis“ þykir nokkuð vel rekið, eru aðrir stærstu hluthafarnir m.a. nokkrir stærstu bankar heimsins, sem virðast treysta norska ríkinu til að ávaxta hlutafé þeirra:
http://www.statoil.com/en/investorcentre/share/shareholders/top20/pages/default.aspx

Norðmenn hafa í gegnum áratuga olíuvinnslu sýnt að ríkisrekstur vegna náttúruauðlinda virkar vel.

En eðlilega vilja þeir sem hafa fengið að veðsetja helstu náttúruauðlind íslensku þjóðarinnar – óveiddan fisk framtíðarinnar – halda því fyrirkomulagi til að geta haldið áfram að skófla til sína arðgreiðslum af þeim framtíðartekjum.

Veðsetning á kvóta minnir reyndar um margt á bókhaldsaðferðir Enron. En á Íslandi þykir það líklega hinn eðlilegasti hlutur, enda margir íslenskir atvinnurekendur með einstaka hæfileika og einstakt viðskiptasiðferði sem þekkist ekki annars staðar í veröldinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu