fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Landkönnuður Íslands, Igorssaga og Veröld sem var

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. mars 2010 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thorv.Thoroddsen

Í Kiljunni í kvöld verður fjallað um Þorvald Thoroddsen, jarðfræðinginn og landfræðinginn, sem með réttu má kallast landkönnuður Íslands. Þorvaldur ferðaðist vítt og breitt um landið á síðustu áratugum nítjándu aldar, rannsakaði, mældi og skrásetti, og var líklega merkasti vísindamaður á Íslandi á þeim tíma.

Eitt höfuðverk hans er Landfræðisaga Íslands sem nú er komin út í glæsilegri endurútgáfu hjá bókaforlaginu Ormstungu.

Árni Bergmann segir frá útgáfu sinni á Rússasögum og Igorskviðu, sem kemur út undir merkjum Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Þetta eru fornar sögur, ekki ýkja þekktar, en tengjast að nokkru leyti heimi norrænna manna á víkingatímanum, enda sigldu norrænir menn upp ár í Rússlandi, til borganna Kænugarðs og Hólmgarðs og alla leið niður til Svartahafs.

Kolbrún og Páll fjalla um Veröld sem var eftir Stefan Zweig, sem nýverið hefur verið endurútgefin, og Góða elskhugann eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Og Bragi talar um einn af mönnunum sem ákvað að varpa kjarnorkusprengju á Japan, og ill örlög hans.

knjaz_oleg_s_igorem.816

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin