fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Gelt upp í rangt tré

Egill Helgason
Mánudaginn 1. mars 2010 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta mataræði í heimi er kringum Miðjarðarhafið. Þar borðar fólk nægju sína, tvær góðar máltíðir á dag, en maturinn er ekki feitur. Mikið af grænmeti sem er matreitt á hugvitsamlegan hátt, kjötmeti og fiskur notað þannig að bragðið nýtur sín, alls kyns sósur og ídýfur, sítrónusafi og ólífuolía. Þeir sem helst keppa við þetta að hollustu eru Japanir með sitt frábæra eldhús.

Stærstu tíðindin í matarmenningu tuttugustu aldar voru að matur Miðjarðarhafsins breiddist út um Norður-Evrópu og Bandaríkin. Norðurfólk var reyndar fullsólgið í hveitið sem er notað í matinn þar suðurfrá, pastað og pitsurnar. Það er ekki að öllu leyti hollt. En á sama tíma lærðu menn að borða grænmeti og elda fisk og kjöt betur en áður. Mataræðið breyttist þegar fólk fór að ferðast meira og svo komu við sögu matarspekúlantar sem höfðu mikil áhrif, til dæmis Elisabeth David sem skrifaði merkar bækur um mataræði Miðjarðarhafsins. Sigrún Davíðsdóttir byggði mikið á henni í áhrifamiklum matreiðslubókum og matarpistlum í Morgunblaðinu sem birtust á áttunda áratugnum.

Matur átti líka að vera góður og ánægjulegur.

Matur víða í norðurálfu var matur hræðilegur langt fram á tuttugustu öld. Á Norðurlöndunum var hann sýnu verstur í Noregi og á Íslandi. Sumt af hráefninu á Íslandi var ágætt, en menn kunnu ekki að elda það.  Fiskur var ofsoðinn. Hátíðarmatur hér, löðrandi í feitum sósum, var fenginn frá Danmörku. Breskur matur var aðhlátursefni alls heimsins. Nú er þjóðarréttur Breta karrí sem er ættað frá Indlandi.

Húmorlaus landbúnaðarráðherra rís upp og mótmælir augýsingu frá símanum þar sem nokkrir karlar í lopapeysum eru að bjástra við þorramat.

En auglýsingin segir sögu um breyttan matarsmekk og matarvenjur sem er af hinu góða. Þorramatur er ekki íslenskur landbúnaður – hann á að vera þekktur fyrir ferska og heilnæma vöru, og þá er grænmeti meðtalið. Þorramaturinn er kúríósum, til að neyta hans setur fólk sig í sérstakar stellingar, en ferðamenn hrylla sig og hafa gaman af.

Ráðherrann er einn einu sinni að gelta upp í rangt tré, svo notaður sé enskur málsháttur. En honum hefur svosem áður þótt í lagi að veifa röngu tré en öngvu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“