Í Kiljunni á morgun verður fjallað um skáldsöguna Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson. Bókin gerist sumarið 1874 þegar Kristján IX danakonungur kom í heimsókn til Íslands, segir frá lífinu í smábænum sem Reykjavík var þá og ýmsum nafnkunnum persónum. Við sýnum meðal annars myndir sem Helgi notaði þegar hann var að semja bókina.
Við fjöllum um bækurnar sem hreppa Íslensku bókmenntaverðlaunin, en þau verða veitt á morgun.
Gerður Kristný rithöfundur segir frá uppáhaldsbókum sínum.
Kolbrún og Páll fjalla um Sjúddírallírei, ævisögu Gylfa Ægissonar, og Allir í leik eftir Unu Margréti Jónsdóttur, en í þeirri bók segir frá söngleikjum barna fyrr og nú.
Bragi segir frá Jóni Kristófer, kadett í hernum, sem Steinn Steinarr orti frægt kvæði um:
En syndin er lævís og lipur
og lætur ei standa á sér.
Hún situr um mannanna sálir
og sigur af hólmi hún ber.
Þú hneigðist að dufli og daðri
og drakkst eins og voðalegt svín.
Og hvar er nú auðmýkt þíns hjarta
og hvar er nú vígsla þín?