fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Verðlaunabækur, Reykjavík anno 1874 og Jón Kristófer kadett

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. febrúar 2010 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á morgun verður fjallað um skáldsöguna Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson. Bókin gerist sumarið 1874 þegar Kristján IX danakonungur kom í heimsókn til Íslands, segir frá lífinu í smábænum sem Reykjavík var þá og ýmsum nafnkunnum persónum. Við sýnum meðal annars myndir sem Helgi notaði þegar hann var að semja bókina.

Við fjöllum um bækurnar sem hreppa Íslensku bókmenntaverðlaunin, en þau verða veitt á morgun.

Gerður Kristný rithöfundur segir frá uppáhaldsbókum sínum.

Kolbrún og Páll fjalla um Sjúddírallírei, ævisögu Gylfa Ægissonar, og Allir í leik eftir Unu Margréti Jónsdóttur, en í þeirri bók segir frá söngleikjum barna fyrr og nú.

Bragi segir frá Jóni Kristófer, kadett í hernum, sem Steinn Steinarr orti frægt kvæði um:

En syndin er lævís og lipur
og lætur ei standa á sér.
Hún situr um mannanna sálir
og sigur af hólmi hún ber.
Þú hneigðist að dufli og daðri
og drakkst eins og voðalegt svín.
Og hvar er nú auðmýkt þíns hjarta
og hvar er nú vígsla þín?

360_016_F3509_045Ljósmynd frá konungskomunni 1874.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“