Steingrímur Hermannsson verður jarðsettur í dag.
Það er einn kostur við stjórnmálaferil hans sem er vert að geta.
Steingrímur var afskaplega passasamur að varðveita gögn og heimildir.
Þetta gerði Degi B. Eggertssyni kleift að skrifa ævisögu hans í þremur bindum sem komu út á árunum 1998-2000.
Auðvitað er þetta hin opinbera ævisaga, skrifuð með velþóknun Steingríms, en hún er ítarleg og vönduð og að flestu leyti til fyrirmyndar.