Alþingi fær erlenda lögmannsstofu til að vinna álit um Icesave. Eins og áður hefur komið fram er þetta ekki nema miðlungsgóð lögmannsstofa.
Svo berst fáránlega hár reikningur, upp á 25 milljónir.
Og stærsti hlutinn á að fara í að borga íslenskum lögmanni sem áður starfaði fyrir Björgólf Thor. Samkvæmt þessu virðist hann hafa unnið mestu vinnuna sem undirverktaki.