Hér er vefur þar sem eru nefndar tíu ofmetnustu bækur allra tíma. Þetta er ágætur samkvæmisleikur. Sjónarhornið er reyndar mjög engilsaxneskt. Hér eru nefndir höfundar eins og Jane Austen, Don de Lillo, Ayn Rand og Tolkien.
Það væri gaman að heyra hvort lesendur hafi einhverjar skoðanir á ofmetnum bókum, helst með smá rökstuðningi, takk.